Þakkir við lok Vitadaga-hátíð milli vita
Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vitadagar – Hátíð milli vita, stóð yfir alla síðustu viku og lauk sunnudaginn 31.ágúst. Hátíðin tókst einstaklega vel, með fjölbreyttri dagskrá, frábæru veðri og góðri þátttöku íbúa og gesta.
Á dagskrá hátíðarinnar var fjöldi viðburða og lagt upp með að eitthvað væri í boði fyrir allan aldur. Stemningin var jákvæð og lífleg alla daga vikunnar og bæjarbúar tóku virkan þátt.
Að baki hátíðinni standa margir einstaklingar, félagasamtök og starfsmenn, sem unnu ötullega að undirbúningi og framkvæmd. Þá léku fjölmörg fyrirtæki og styrktaraðilar lykilhlutverk með stuðningi sínum, sem gerði okkur kleift að halda hátíð af þessu tagi.
Suðurnesjabær vill færa öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærar þakkir – skipuleggjendum, sjálfboðaliðum, listamönnum, styrktaraðilum og ekki síst íbúum og gestum sem mættu og tóku þátt í hátíðinni. Án stuðnings styrktaraðila og góðrar þátttöku bæjarbúa væri ekki hægt að halda svona hátíð á jafn glæsilegan hátt.
Við hlökkum þegar til næstu Vitadaga og hvetjum bæjarbúa til að senda okkur ábendingar og hugmyndir á netfangið vitadagar@sudurnesjabaer.is.